Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Þessar munu vera hinar helztu merkingar orðsins einn í fleirtölu, og þykir mjer óþarft að fara hjer nákvæmar í það efni, og eru sumar þessara merkinga orðsins einungis í yngri ritum, t. a. m. Stjórn, sem rituð er á síðari hluta 14. aldar.

Á hinn bóginn höfum vjer nokkur dæmi orðmyndarinnar einna í hinum forna skáldskap, og er þá um að ræða, hvort nokkur þessara merkinga orðsins í fleirtölu, sem jeg hef tínt og talið, komist þar að. Helztu dæmin munu vera 1, Völuspá (Bugges útgáfa (bls. 7), 40. v.: "verðr af þeim öllum einna nökkurr | tungls tjúgari i trolls hami" (Sbr. Gylfa| ginning); 2, Fms. II, bls. 40. (Hallfreðr):

"Hlaut ek þann es œztr var einna
undir nidbyrði Nordra

nordr guðföður orðinn".

3. Hávamál, 64. v. (sbr. Fáfnism. 17): "Engi er einna hvatastr". Í þessum dæmum, sem jeg nú hef talið úr fornkvæðunum, segir Svb. Eg. í Lex. poët. bls. 126 a, að þetta einna sje genit. pluralis af einn, sem í sambandi við efsta stig einkunna þýdi: aliquid in suo genere præstantissimum. G. V. telur og þetta einna genit. pluralis af einn, og tekur það auðsjáanlega eptir Svb. Eg. En ef þetta einna er eig. ft. (gen. plur.), hvernig verður merkingin í þessu "einna" rímuđ saman við þær merkingarnar í flt. af einn, sem orðabækurnar hafa, og jeg hef þegar talid: einir um tvo hluti, sem saman eiga, einir saman (einsamlir); eintómir, nokkurir, einhverjir, o. s. frv.? pad fæ jeg eigi sjeđ. Ad jeg taki dæmið úr Völuspá: "verðr af þeim öllum (ɔ: úlfunum) einna nökkurr (eda einhverr) tunglstjúgari", þá er eigi auðið að sjá, hvernig eig. fleirt. getur komizt hjer ad, þar sem hjer stendur af þeim, og svo einna að auki; því að einna hlýtur að vera sama sem "af einum", en þó er "af peim" komid rjett á undan. Jeg fæ eigi betur sjeđ, en að eig. flt. væri hjer hrein málleysa, bædi eptir hinni fornu og hinni nýju tungunni. Hjer virðist "einna nökkurr” hljóta að

vera sama sem einhverr einn, eđa með öðrum orðum: hljóta ad vera nominat. singul. Svb. Eg. virðist og eigi vera sjálfum sjer samkvæmur, er hann segir, að "einna” sje genit. plural., og segir þó um þetta dæmi, að einna nökkurr sje id. qu. "einhverr einn", og leggur það út med unice; "einna æztr manna" leggur hann út hominum longe summus. Hann segir líka rjett á eptir, að það geti verið fyrir einn hinn, a aptan við einn getur eigi verið sama sem hinn; en hvaðan kemur þá a, sem hengt er aptan vid "einn"? það virðist auðsætt á orðum Svb. Eg., að hann hefur verið í vafa um, hvernig hann ætti að skýra þetta orð, og því tekið upp skýringu Gunnars Pálssonar. Auk þessara dæma úr fornkvæðunum kemur þetta "einna" nokkrum sinnum fyrir í óbundinni ræðu, þar sem eigi verður sjeđ, að önnur mynd orðsins geti átt vid en nominat. singul., t. a. m. Grág. I, bls. 2: "at engi viti einna miklogi görr", Bjarn. s. Hitdælakappa: "Kolli sótti Björn fast, nær í mesta lagi einna manna" (Sbr.: "einn heiðinna manna, er bezt hefir verit siðaðr"), og víðar. Síðar breytist merking þessa "einna”, svo að það virðist vera haft, eins og það væri atviksorð (adverbium), og dregur þá að nokkru leyti úr efsta stiginu, sem með því fylgir, og er þó að líkindum hin sama ordmynd og í þeim dæmum, sem þegar eru talin; t. a. m. Laxd. bls. 8: "er einna var mest verdr", Fms. VI, bls. 252: "allir Danir, ok einna mest dætr porkels, gerðu ... mikit gabb at Haraldi konungi ok Nordmönnum", Fms. I, bls. 37: "einna sízt", Fms. I, bls. 297: "er einna var ríkastr"; og þess konar dæmi mætti fleiri telja í fornritunum, og þannig hafa Íslendingar þetta ord nú á dögum. En hvaða mynd er þá þetta einna, ef það er eigi eig. flt. af "einn", sem jeg fæ eigi sjeđ að geti verið?

og

Jeg er sannfærður um, að það er gjör. eint. (nom. sing.) einn og a demonstrativum, eða heldur intensivum, hengt þar aptan við, sama a og í "peima", "penna". En hvernig

sem á því stendur, þá fæ jeg eigi sjeđ, að eig. flt. af "einn" geti komizt ad í dæmum þeim, sem jeg hef nefnt, eða að "einna" geti verið annað en gjör. eint. "einn" og a intensivum tengt aptan við. Við þetta a má og bera saman a í enna (Fms. VI, bls. 360).

3. hreyfa og hreifa.

G. V. segir í orðabók Cleasbys við orðið hreyfa, ađ þetta orð þýði stir (bifa), og sje ranglega skrifað á síðari tímum hreifa, og skírskotar til samanburðar til norska almúga-orðsins röyva hjá Ivar Aasen. Fritzner segir og í orðabók sinni, að hreyfa þýði bevæge, og tekur líka til samanburðar hid sama norska almúga-ord sem G. V., en skrifar það røyva, en hvorugur þessara fræðimanna getur þess, að hreifa sje til í hinni fornu norrænu. þessa skoðun hafa síðan margir tekið að sjer, án þess þó að nokkur einn, svo jeg viti, hafi sýnt fram á, hvaðan orð þetta sje runnið.

Í Sn.-Ed. I, bls. 146, standa, eins og kunnugt er, þessi orð: "engi (= engan) knút fékk hann (ɔ: þórr) leyst, ok engi álarendann hreyft", og síðar bls. 162 skýrir U'tgarđaloki þetta atvik þannig, að þór hefði eigi fundið, "hvar upp skyldi lúka". Hjer virðist því audsætt, að hreyfa þýðir eigi beinlínis bifa, heldur rjúfa. Í Fms. VI. bls. 105 stendur: "nú varðar eigi, þótt sá seyðir rjúki, er þeir hafa hreyft". Hjer er með öllu audsætt, að hreyfa er hjer sömu merkingar og raufa, Sn.-Ed. I, bls. 208: "þeir raufa seydinn". þetta munu vera merkustu dæmin í hinum elztu ritum vorum um orðið hreyfa, sem takandi eru til fullra greina; því að þótt orðið komi fyrir svona ritað í riddarasögum frá síðari tímum má eigi telja ritháttinn áreiðanlegan í slíkum ritum. Þorbjörn hornklofi segir reyndar í kvæði sínu um Harald hárfagra (Fagursk., Christ. 1847, bls. 4.): "hreyfðisk hinn hausfjaðri”, og Sturla Þórðarson segir í Hrafnsmálum 10 v.: "hreyfðisk

hrafn", en þessir staðir eru eigi skýrðir til fullnustu enn, enda ýmislegur skilningur á þeim, og jafnvel stafsetning.

Ef hreyfa þýðir rjúfa eđa raufa, sem jeg vera að telja vafalaust, þá er spurningin: af hvaða ordi er það þá runnið? Hvorki G. V. nje Fritzner gjöra grein fyrir uppruna eða afleiðslu orðs þessa öðruvísi, en jeg hef þegar sagt. En skírskotun eða samanburður þeirra er alls engin skýring á uppruna þess eða afleiðslu. Ordid verdur ad vera runnið af öðru orði í fornri norrænu, sem nú er týnt. þá er litið er á hljóðvarp þess ey, þá virðist næst að leiða það af hrauf, sem ætti að vera þáleg tíð af hrjúfa.

Þorlákur Guðbrandsson, sonarsonur Arngríms prests hins lærða, sýslumaður í Norður-Ísafjarðarsýslu, er dó 1707, kveður svo í U'lfarsrímum:

og enn fremur:

Eyddist fridur, Haralds hrauf
hrottinn grímu sjóla;

hvergi miður hausinn klauf,
í herðar niður búkinn rauf.
(U'lfarsrímur 5, v. 37.)

Gaur ljet falla, hlíf sá hrauf,
höggin skár á tyggja.
(U'lfarsrímur 5, v. 73).

Af þessu virðist mega ráða, að hann hafi þekkt þessa sögn; og skyldi eigi einkunnin hrjúfur vera runnin af sama stofni? Benda eigi á það orðin í Heilagr. I, bls. 4425: "hellir einn var heimili mitt ok var hann hrjúfr ok rifinn”?

En er það víst, eins og G. V. segir í orðabók Cleasbys vid ordid hreyfa, að þetta ord hafi í hinni nýrri tungunni fengið sömu merkingu og vjer höfum í snerta, bifa, og sje því rangt að rita hreifa; hreyfa sje hinn eini rjetti ritháttur, hver merkingin sem í því sje, og eins eigi ávallt að rita hreyfing, en eigi hreifing. Eins og jeg hef þegar sagt í rjettritunarreglum mínum 1859, bls. 129, er jeg sannfærður um, að hjer er um tvö orð að ræða: hreyfa rjúfa, raufa, og hreifa

[ocr errors]

= snerta, bifa. það er auðsjeð á Lex. poet., að Svb. Egilsson ætlar, að rita eigi hreifa, eins og þad hefur ritað verið um margar aldir, þá er það þýðir sama sem bifa eđa snerta við; reifir leggur hann út motor, lögreifandi med motor æquoris, logreifir motor luminis, o. s. frv., hræfa id. qu. hreifa. Í hinni dönsku orðabók sinni skrifar K. G. alstaðar hreifa bevæge á dönsku. Hann hefur því þá verið þeirrar skoðunar, að hreifa væri allt annað ord en hreyfa, og jeg veit eigi til, að hann hafi breytt þeirri skoðun sinni. Báðir þessir vísindamenn, Svb. Eg. og K. G., hafa þó þekkt hreyfa í Sn.-Ed. og Fms. VI. Eiríkur Jónsson skrifar og í orðabók sinni hreifa (og hræfa, sem að líkindum er eigi annað en ritháttur í forntungunni fyrir hreifa). En auk þess er hreifa ritað fullum stöfum í Fms. XI, bls. 90: "Menn þóttust trautt mega umb hreifa hans skaplyndi ok ofsa"; G. V. og Fritzner geta alls eigi þessa dæmis, líklega af því, að það er ritad hræva í hdr. (sjá útg. Petersens' af AM. 291). Enn fremur stendur í Fms. IV, bls. 79: "reifa þetta fyrir nokkrum vitrum mönnum", og Fms. V, bls. 320: "at reifa engan hlut eðr kvittu í konungs höll", og virðist þetta reifa sömu merkingar og hreifa, sem vjer höfum nú, þannig að h sje fellt framan af. Sbr. lögreifandi og reifir. Svo bætist hjer við orðið hreifingur ("at hyggja sér til hreifings" í Vápnfirðingasögu, og nú almennt í daglegu tali), sem allir skrifa svo. Og hvaðan er hreifi (= hönd) runnið?

U'r því að málfræðingar þeir, sem rita vilja hreyfa (= snerta, bifa) geta eigi borið annað fyrir sig, en svo sje ritad í Sn.-Ed. og Fms. VI, enda þótt það sje þar auðsjáanlega haft í allt annari merkingu, þá verður með engu móti sagt víst, að ávallt skuli rita hreyfa, þótt það þýði snerta, bifa. Miklu eðlilegra og rjettara ætla jeg, að hreyfa og hreifa sjeu tvö ord, sitt af hvorum stofni og ólíkrar merkingar, og að hreifa standi í sama sambandi við hrífa, hreif, eins og t. a. m. beita, beitti, við bíta, beit; reiða,

« AnteriorContinuar »