Imágenes de páginas
PDF
EPUB

reiddi, við ríða, reið; reisa, reisti, við rísa, reis, og einkum eins og dreifa, dreifði, við drífa, dreif; sneiða, sneiddi, við sníða, sneið; þreifa, þreifaði, við þrífa, preif, o. s. frv. Reykjavík í janúarmánuði 1897.

H. K. Fridriksson.

Athugasemdir við visurnar i Eyrbyggju, og skýringarnar á þeim.

Eyrbyggja (sbr. Nj. II 337-339.) eða Eyrbyggja saga (nafn sögunnar í útgáfunum) hefur verið gefin út fjórum sinnum. Í fyrsta sinni var hún gefin út í Kaupmannahöfn árið 1787, á kostnad P. F. Suhm's, en Grímur Thorkelin sá um útgáfuna; þá í Leipzig 1864, og gaf Guðbrandur Vigfússon hana þá út; í þriðja sinni var sagan prentuð á Akureyri 1882, og annaðist þórleifur prestur Jónsson þá útgáfu; en hin fjórða útgáfa sögu þessarar er prentuð í Reykjavík 1895, og hefur Valdimar ritstjóri Ásmundsson búið hana undir prentun.

Í sögu þessari er fjöldi af vísum. Í útg. 1787 eru skýringar eða skýringatilraunir á sumum vísunum og athugasemdir við ýms atriði í þeim eptir Gunnar Pálsson, og ræður að líkindum, að skýringar þessar muni vera mjög ófullkomnar og víða ákaflega rangar, og er það vorkunn, þar sem fræðigrein þessi, þekking á hinu forna skáldamáli, var þá í bernsku, og engin stuðningsrit til, er not mætti hafa af. þó koma þar fyrir fáein atriði heppileg. Vísurnar eru og allar þýddar á latínu, og má af þeirri þýðingu sjá, hvernig þýðandinn hefur skilið vísurnar, að því er efni þeirra snertir. Í útg. 1864 eru vísurnar færðar til rjetts máls, en að öðru leyti lítið skýrðar. Margt er hjer tekið rjettara en í hinni fyrri útgáfunni, en þó eru hjer allmiklir gallar á ýmsu. Í útg. 1882 eru enn skýringar; eru þær allnákvæmar, en að

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI XIV, NY FÖLJD I.

öðru leyti að mestu fylgt útg. 1864, eða vísurnar teknar eins saman og þar, og fátt mun vera þar er nýtt sje eđa til mikilla bóta frá því, er áður var fram komið, og er margt rangt í skýringum þessum. þá eru og skýringar á vísunum í útg. 1895; þar er að mestu fylgt skýringunum í útg. 1882, en hins vegar þó vikið frá þeim á einstökum stöðum, t. d. teknir upp nýir leshættir eptir aðra (Konráð Gíslason) og sumt, ef til vill, eptir útgefandann sjálfan. Í skýringunum koma fyrir stórvillur og beinar vitleysur, en vera má, að sumt sje þar betur skýrt, en áður hafði gert verið, og verður drepið gjör á þetta síðar.

þá eru enn skýringar á vísum þessum, þær er finna má í orðabók Sveinbjarnar Egilssonar yfir hid forna skáldamál (Lexicon poëticum). Konráð Gíslason hefur gert athugasemdir við fáeinar þeirra (í Nj. II.), og hef jeg haft allt þetta fyrir mjer vid samning ritgerðar þessarar.

17. k. 1. v. 1.-4.

höppum studdr pars hodda hjalmraddar stafr kvaddi.

=

Vestr vas pröng á þingi pórness med hug stórum þ.e. Vestr á þórness pingi vas pröng, pars höppum studdr hjalmraddar stafr kvaddi hodda með stórum hug, og er þetta tekið rjett saman í þremur síðustu útgáfunum. Í útg. 1787 er þetta tekið eins, nema þad, ad hug stórum er látið vera hugstórum (af hugstórr; með hugstórum apud (viros) magnanimos), sem bersýnilega er rangt. hjalmraddar stafr er mannkenning, en þessi kenning er eigi rjett skýrd í útg. 1882 og útg. 1895, er þar segir, að hjalmrödd sje sverd. þetta er alveg rangt. hjalmrödd er ekki sverd, heldur orusta, eins og orðið er þýtt í Lex. poët. og útg. 1787, og er sams konar kenning eins og t. d. dynr hjalma Nj. 52. v.; hjaldr hjalma Nj. 6. v.; og annars sams konar kenning eins og randa rödd, hjörva rödd, hjörrödd, geirrödd, priðja logs prymr, geira dynr, sverðjalmr, hrælinns hljómr (sbr. í Eyrb.: premja prymr 6. v.; vápna galdr 12. v.; geira dynr 31. v.;

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI XIV, NY FÖLJD X.

25

=

hjörsenna 34 v.), og aðrar orustukenningar, þar sem dynr, galdr, gnýr, hljómr, söngr, eða önnur þess kyns ord, eru höfuðorð kenningar, og kennt er við vopn eđa verju. Hins vegar má vel vera, ad hjer eigi að lesa hjörraddar, í stað hjalmraddar (hjörraddar (orustu) stafr = mannkenning), eins og bent er á í útg. 1787, enda er þess og getið þar í orðamuninum, að eitt handr. (K) hafi harkradda, sem gæti verið aflögun úr hiarraddar, og annað handr. (P) hafi hiarraddar.

=

Í síðara hluta vísu þessarar er dolgsvölu barma fæðir mannkenning. En hvað þýðir þá dölg- (útg. 1787), dólg(útg. 1864), dolg- (útg. 1882, 1895)? Í útg. 1882 er það skýrt svo: "dolg, hvk. (es. dolg = sár; fhp. tolg; sbr. d. dolk) líkl. hér sár". þetta gæti verið rjett, og dolgsvala yrði þá sams konar kenning og t. d. sárgagl, sárgammr, sárlómr, sármútari, sárorri, sára svanr; bengagl, bengjóðr, benmárr, benskári, benpiðurr, undgagl, unda gagl, o. sv. frv. En í Lex. poët. er dólgsvala þýtt med "hirundo pugnæ" (dólg þá pugna, orusta), og fellst jeg heldur á þá skýringu. Reyndar gæti dolg (eđa dólg) verið sár í orðum sem dólgeisa, dólglinnr, dólgskári, en það gæti og í þessum orðum verið orusta, og hins vegar getur það ekki þýtt "sár" í orðum sem dólgmaðr, dólgrögnir, dólgviðr (arbor pugnæ, vir Lex. poët.), dólgporinn, og virðist því rjett að ætla, að dólg hafi hina sömu þýðinguna í öllum ordunum (fjandskapr =) orusta; sbr. dólgr, óvinur, fjandmaður. dólgsvala (hrafn eða örn) verður þá sams konar kenning og t. d. gunnar haukr, gunnar már, gunnar svanr, gunnvalr, gauts bragða gaukr, hildar haukr, hlakkar haukr, hjaldrgagl, fleingaldrsvalr (Nj. II. 232), vígs valr, o. sv. frv.

ádr kynframar kæmi

17. k. 2. v. 5.-8..

kvánar hreggs við seggi

frægt gördisk pat fyrđa
forrád gridum Snorri.

[ocr errors]

p. e.: áðr Snorri, hreggs kvánar kynframaðr, kæmi griðum

við seggi. pat fyrða forráð görðisk frægt (útg. 1864, 1882;

=

og eins virðist þetta tekid saman í útg. 1787, eptir því sem ráðið verður af hinni latínsku þýðingu á vísunni). hreggs kvánar kynframaðr á að vera mannkenning, og er svo skýrt í útg. 1882: "hreggskván, orrustukona, Valkyrja; kyn Valkyrju, orrustudísir; hreggskvánar kynframaðr (= sá er framar, styrkir, hjálpar) hraustr maðr". það þarf varla að taka fram, að þessi skýring getur eigi verið rjett, því að það er óhugsandi, ad hregg sje hjer hálfkenning orusta; og þetta eitt nægir til þess, að hafna verður þessari skýringu. Í Lex. poët. er reggs (= hreggs) kván látið þýða (femina tempestatis, tempestatibus et procellis obnoxia, femina gigas =) tröllkona, og reggs kvánar kyn, afkvæmi tröllkonu, úlfar, og reggs kvánar kynframaðr, úlfseðjandi, mannkenning. En reggs kván er varla rjett tröllkonu-kenning, og engin dæmi til þess konar tröllkonukenninga. Þá er einnig hitt efasamt, að fornskáldin hafi kennt úlfa svo, að kalla þá "afkvæmi tröllkonu", og engin áreiðanleg dæmi til þess (áttgrennir unnar (Korm. 66. v., útg. 1886) vill Konr. Gísl. lesa: eldgrennir unnar eđa elgrennir unnar Aarb. 1884. 145.). Í Nj. II. 390-91. minnist Konr. Gísl. á þetta, og telur efa á, að skáldin hafi kennt úlfa svo, að kalla þá "jettekvindens afkom", en getur þó til, að rita eigi hjer fleggs, í stað hreggs, þar sem fleggr er jötunsheiti, og tekur svo saman: áðr fleggskvánar-kynfrömuðr kæmi griðum við seggi. Það fyrða-forráð snorra gerðisk frægt. Í útg. 1895 er fleggs tekid upp eptir tilgátu K. G., og sje jeg eigi hægt að ráða betur fram úr þessu, enda þótt þessi úlfakenning verði efasamleg eptir sem áður. En þar sem K. G. vill lesa: pat fyrda-forráð snorra gerðisk frægt, þá ætla jeg að þetta sje rjett, og hefði vel mátt taka það upp í útg. 1895, því að miklu betur fer á því, að taka svo saman, enda hafa sum handrit snorra, og verdur það til að styrkja þetta mál.

18. k. 1. v. 1: Vardak mik pars myrdir

morafárs vega pordi.

=

=

Mannkenningin morðfárs myrðir er skýrð svo í útg. 1882: "morðfár, bardagi; myrðir morðfárs, sá er myrðir, drepr menn í orrustu, hm." hermaður, og í útg. 1895: morðfár, orrusta; morðfárs myrðir, mannkenning. Setjum svo, að það væri rjett, ad morðfár væri orusta, þá væri þó morðfárs myrðir eigi "sá er myrðir, drepr menn í orrostu”, heldur yrði það þá að vera sá er drepur niður orustu, sefar bardaga, friðsamur maður og yrði þá sams konar kenning og viga myrðir Fms. I. 46., 95., en óvanaleg væri hún, og ætti ekki við hjer. Hid rjetta er, að morðfár er = sverd (eða spjót), og svo er það þýtt í Lex. poët.; er það sams konar kenning og t. d. hildar skóð, vígskóð, og, ef til vill, geirhríðar grand Grett. 12. bls. [þá er geirhríðar gnúði | grand hvasst... Jón Þorkelsson lætur það þýða: "tjón bardagans, mannskæðr bardagi" Skýr. 4. bls. Sje mín ætlun rjett, að geirhríðar grand sje sverð eđa annað vopn, þá er hvass hjer egghvass, beittur; en jeg held þessari skýringu alls eigi fastlega fram (geirhríðar grand hvasst sbr. hrotta hreggvindr í sömu vísu)], og morðfárs myrðir væri þá sams konar kenning og jalks skýja myrðifreyr (Korm. 12. 4., eptir skýr. þeirra BMÓ og S. Bugge i Aarb. 1888, bls. 36 og Aarb. 1889, bls. 66.).

=

Knátti hjörr und hetti
(Hræflód) bragar Móta
(rauk um sóknar sæki)
slidrbeitr staðar leita;

18. k. 2. v.:

þessi vísa er rituð á þennan

blód féll, es vas váđi
vígtjalds nær, skaldi
(pá vas dæmisalr dóma
dreyrafullr) um eyru.

hátt í útg. 1864, og tekin

saman: Slidrbeitr hjörr knátti leita staðar und hetti bragar-Móða hræflóð rauk um sóknar-sæki

[ocr errors]

blóð féll

þá vas dæmiað öllu á sama veg Óðinn, og bragaralls eigi verið rjett. "Þórarinn máhlíðingr" sjálfur.

um eyru skaldi, es vígtjalds váði vas nær
salr dóma dreyrafullr. Vísan er tekin
í útg. 1882. bragar-Móði á að vera
Móda höttr == hjálmur, og getur þetta
bragar-Móði er skáld

« AnteriorContinuar »