Imágenes de páginas
PDF
EPUB

sveið ófám at Jómi Fms. VI. 55.

þetta vísuorð eptir Arnór jarlaskáld sýnir, að samandregin mynd getur verið allforn, enda frá miðri 11. öld, og skáldin getað brugðið þeim fyrir sig, en slíkar myndir hafa varla orðið altíðar fyr en um miðja 12. öld og á síðara hluta hennar, og svo segir dr. Finnur Jónsson (Stutt ísl. bragfr. 24. bls.), og er lítið að marka, þó að Arnór jarlaskáld bregði fyrir sig samandreginni mynd, eins og skáldaleyfi, til að fá hendingu í vísuord, en hinar ósamandregnu myndir eru altíðastar hjá fornskáldum, og því ætla jeg, að orðmyndin blán í vísuorðinu: blán, ef ek nái hánum sýni, að vísan sje eigi frá árinu 1016, eins og sagan segir, og eigi ort af Sveini á Bakka. þessi vísa er ein af Söðulkollu vísunum, en þær eru allar ortar síðar inn í söguna, og líklega allar ortar af sama manninum, eptir því sem ráðið verður af ýmsum orðum og orðtökum, t. d. (Sveinn á Bakka:) hjálmpollr Söðulkollu (Grettir:) álmpollr Söðulkollu; (Grettir:) dufl í svörtum kufli (Sveinn:) Hvat man kuflbúinn dufla; (Grettir:) drengr sá er drýgir löngum (Sveinn:) drengr sá rekast

lengi.

ur í stað r

í vísuorðunum: afl fangvinr Hafla 48. k., 110. bls, þarfr Vébrands arfi 82. k. 179. bls.. Í þessum vísuorðum verður að rita fangvinur, þarfur, svo að sex verdi samstöfurnar í vísuorðunum, og svo ritar J. þ. í skýringum sínum (20. og 31. bls. — sbr. Nj. II. 26.), og hann hefur ("Umr og ur", Rvk. 1863) med ljósum og skýrum rökum sýnt, að niðurlags- var farid að breytast í ur fyrir 1300, en þó eptir 1263; má sjá þetta af skinnbókum, sem á þeim tíma eru ritaðar. "þótt framburðrinn væri breyttr, vissu menn, hvernig hinn forni framburðr hafði verið, og med því hinn forni framburðr var talinn réttr, en hinn nýi rangr, leituðu ritararnir við at rita eptir hinum forna framburði, og skáldin að yrkja eptir honum, en hvorugum tókst það fullkomlega,

og þeim veitti þetta því erfiðara, sem stundir liðu lengra fram. Á fjórtándu öldinni mun framburðrinn á niðurlagserrinu hafa verið á nokkuru reiki fram að 1380. þá mun hann hafa verið orðinn hinn sami sem nú”, segir dr. Jón Þorkelsson (Sbr. J. p.: "Breyt. á mynd. vidth." Rvk. 1887, bls. 34).

Konr. Gíslason ritar um þetta efni í Nj. II. 24.-26., og segir, að þegar á 13. öld hafir farið að breytast í ur. Þessi breyting hafi þó ekki þegar komið fram í skáldskap. En þegar hinn nýi framburður (ur fyrir r) hafi verið orðinn ríkastur í daglegu máli, hafi hann einnig farið að koma fram í skáldamálinu. þannig komi fyrir í kvæðum frá 14. öld dróttkvæð vísuorð, er að eins væru fimm atkvæði, ef r hefði eigi verið breytt í ur.

Af þessu er ljóst, að vísur þær í Grettis sögu, er í eru þessi vísuord:

afl fangvinur Hafla og

parfur Vébrands arfi

hefur Grettir eigi ort, þótt sagan eigni honum þær, því að hvorki hann nje samtíðarmenn hans sögðu vinur, þarfur, o. sv. fr., heldur vinr, parfr, o. sv. frv. þessar vísur geta eigi verið ortar fyr en á 14. öld.

komst

í vísuorðinu: Hallmundr, er ek komst undan 57 k., 131. bls., og er vísan eignuð Gretti, og ætti að vera ort 1021. J. þ. segir um orðið komst: "þessi orðmynd er nýleg; eldri mynd er kvámumk eđa komumk; ordmyndin ek komst (kvamst) eđa komz hefir án efa eigi verið við höfð á dögum Grettis og ber vitni um síðara uppruna vísunnar ("Skýr." 24 bls.). n í stað gn, nógu í stað gnógu

í: pótta ek gildr.

er Gretti strauk

nógu fast

nidr af taumum 62. k., 144. bls.

Hjer er n í nógu stuðull, en n í niðr höfuðstafur, og verður því eigi hjer höfð hin eldri orðmynd gnógu. J. þ. segir:

[ocr errors]
[ocr errors]

"þær vísur, sem slíkar myndir sem likr eđa nógr finnast í og hljóta að standa í eftir lögmáli hljóðstafasetningarinnar, geta varla verið eldri en frá miðri 13. öld, t. d. þessi vísa í Grettis sögu 144" ("Breyt. á mynd. vth.” 26. bls.). pessi orðmynd nógu, í stað gnógu, sýnir því, að Hallmundr hefur eigi kveðið vísu þessa, enda má telja víst, að allar þær vísur, sem honum eru eignaðar, eru síðar ortar inn í söguna, svo og þær vísur, er lúta að viðskiptum þeirra Hallmundar og Grettis, svo sem vísan þessi, sem Gretti er eignuð:

Mér stóð málma skúrar
mundangshvatr ok Atli
(staddr vilda 'ck svá sjaldan)
snarr Illugi fjarri,

þá er ófælinn álar

endr dró mér ór hendi

(brúar strýkr horsk, ef hrædumk, hvarma) Loptr hinn armi. 54. k., 125 bls..

Vísa þessi á að vera ort árið 1018, en árið 1028, þá er Grettir fór í Drangey, var Illugi 15 vetra; hann hefði því átt að vera 5 vetra árið 1018, og er óhugsanlegt, ad Grettir hefði talað um, að hann, 5 vetra barnið, hefði staðið sjer fjarri, er hann þurfti lidveizlu vid. Grettir hefði eigi haft um hann þessi orð: snarr, mundangshvatr málma skúrar. það er því óhugsanlegt, að Grettir hafi ort vísu þessa. Sá, sem orti hana, hefur eigi athugað þetta, og því orðið það á, að tala um Illuga eins og fullorðinn mann (sbr. J. p.: "Skýr." 23. bls.). Ekki sýnist heldur fara vel á því, að Grettir tali um, ad Atli hafi stadid sjer fjarri, þar sem Atli var þá dauður, er sagan segir að Grettir hafi kveðið vísuna, eđa sá atburður orðið, er talað er um í vísunni; og þó að vjer vildum hugsa oss, að Grettir hefði kveðið vísu þessa löngu síðar, en sá atburður varð, er getið er í vísunni (sbr. orðið endr í 8. vo.), þá verður þó lítt hugsanlegt, að Grettir hefði minnzt á þá Illuga og Atla í sambandi við atburð þenna á þann hátt, sem gert er í vísunni, er annar var barn að aldri, en hinn dauður, er Grettir þurfti hjálpar í viðureign þeirra (Lopts =) Hallmundar. Sagan um viðskipti þeirra Grettis og Hallmundar er að líkindum eigi annað en þjóðsaga, er

þjóðtrúin hefur myndad, og þarf engan á því að furða, þótt þess konar sagnir hafi myndazt um Gretti, eptir því sem lífi hans var háttað. Fleiri þess konar sagnir eru í Grettis sögu, og er ljóst, að vísur þær í sögunni, er lúta að þeim viðburðum, er eigi er hægt að ætla að sannir sjeu, eru síðari tilbúningur, eins og t. d. vísurnar í 19. k. (tvær vísur) um það, er Grettir gekk í hauginn (— kynni þó að vera satt —), og vísurnar í 66. k. (tvær vísur) um það, er Grettir gekk í fossinn og drap þar jötuninn, og mætti nefna fleira.

tröll

í tröll hafi tréfót allan!

Tröllin steypi þeim öllum! 4 k., 6 bls.,

Kviðlingur þessi ætti að vera ortur nokkru fyrir árið 900, en orðmyndin tröll (tröllin steypi þeim öllum. Vísuord þetta er of langt. það á líklega að vera tröll steypi þeim öllum, og svo vill K. G. lesa í Nj. II. 919) sýnir, að svo er eigi. Hin forna orðmynd er troll, þar af trylla; (sbr. á dönsku trold), og má sjá það af aðalhendingum í fornum kveðskap, t. d.: eru sollin rif trolli Landn. III. 14. k.;

fingrgoll gefet trollum Korm. 19. k., 63. vísa;
peim brutu troll es ollu Fms. VI. 339.;
fetils trolla hlóak polli Ísl. forns. III. 69.;

en tröll er nýrri orðmynd. Hjer er rímað saman tröll : öll. tröll er rímað við öll í Málsh. kv. 15., er Finnur Jónsson ætlar ort vera um 1200 eða í byrjun 13. aldar (Aarb. 1890, 262. bls.). þetta sýnir því, að kviðlingur þessi er eigi svo forn, sem sagan segir.

[ocr errors]

je í stað é

í vísuorðinu létt úsjúkan Gretti 86. k., 190. bls.. Hjer sýnist é vera haft í aðalhendingu móti e; en svo er eigi í raun og veru. Fornskáldin ríma að eins saman í aðalhendingum é móti é og gátu ekki rímað öðru vísi, ef rímið átti að vera rjett. þetta er svo alkunnugt, að jeg fer eigi að telja dæmi, er sýni þetta. En þar sem é virðist hjer haft í aðalhendingu móti e (létt: Grett-), þá ber þetta vott um, að

[ocr errors]

vísa þessi er eigi kveðin fyr en é var farið að breytast í je, og á því að rita: ljett úsjúkan Gretti. Í Grettis sögu er vísan eignuð móður Grettis og ætti að vera ort 1032, en hún mun varla vera ort fyr en seint á 14. öld (eða síðar) Þessi vísa og sú, er eignuð er Þorbirni Öngli (: Flutta ek upp ór eyju), eru að líkindum jafngamlar og ortar báðar af sama manni.

Enn má nefna t. d. hængr, í stað hæingr í vísu, sem Hallmundi er eignuð:

Þar má hængr

hitta grundar

lítinn stein

ok landhnefa 54. k., 1. vísa,

og þrenna í vísu, sem Gretti er eignuð:

Treysti ek mér vid, Mistar

mótkennandi, prenna 31. k., 74 bls..

Hjer er prennir haft í merkingunni þrír, og bendir það og á síðari uppruna vísunnar. Í henni kemur nú annars fyrir hvað, sem áður hefur verið minnzt á. J. p. segir ("Skýr." 16. bls.): "Betr færi að lesa mótkennanda fyrir mótkennandi, og taka þannig saman: ek treysti mér við prenna Mistar mótkennanda." Jeg tel engan efa á, að svo eigi að lesa, og er þá þetta enn eitt, er sýnir síðari uppruna vísunnar, því að slíkar orðmyndir sem kennandar (= kennendr), skerðandar (= skerdendr) Ísl. forns. III. 60., veitandar (= veitendr) Nj. 44.123. k., smíðandar (= smíðendr) Nj. 44.125. k., eru að ætlun K. Gísl. eigi eldri en frá 13. öld (Nj. II. 222.).

Hálfkenningar koma eigi fyrir í vísum í Grettis sögu, nema í vísunni í 17. k., 34. bls., en þar koma líka fyrir tvær hálfkenningar í síðari hluta vísunnar: hrund og skorð, og í vís. í 86. k., 190. bls.: njörðr, og má af þessu enn sjá, að vís. eru eigi mjög fornar, því að hálfkenningar koma eigi fyrir hjá fornskáldum allt fram að 14. öld, ef rjett er á litið.

Kenningar, er virðast benda á síðari uppruna vísna, eru t. d. Fáfnis mýrr 19. k., 39. bls., 1. vísa, og ullar otri (= björn) 21. k., 52. bls.

« AnteriorContinuar »