Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Vísur þær fimm, er sagan segir, að Grettir hafi ort um æfi sína, þá er hann hafði tekið banamein sitt, eru allar ortar löngu eptir hans daga, og sumar þeirra ætla jeg yngstar vera af öllum vísum í sögunni, einkum þrjár vísurnar fyrstu. Fyrsta vísan er sjálfsagt aflöguð, þ. e. 3. og 4. vo., er eigi verða skýrð, eins og þau liggja fyrir í vísunni. Vísuorð þessi eru svo:

Þá er berserkja birkis
bödharda sjöt vardag,

en J. p. breytir þeim á þessa leið:

Þá er berserkjum birkis
bödhardum sjöt vardag,

og verður þá hugsunin allgóð. Fyrsta vísuorðið: . Opt nam sköpum skipta

er of stutt, en verið getur, að hið upphaflega sje: Opt nam sköpum of skipta.

Síðari hluti þessarar vísu er svo:

Gall, er Hjarandi handa,
Hristar nadrinn missti;

Björn lét brátt ok Gunnar báðir líf ok náðir.

Hjer er það athugavert, að í Hristar-naðrinn er greinirinn tengdur við orðið, og ætla jeg það bendi á síðari uppruna vísunnar. Vísuordid: Björn lét brátt ok Gunnar sýnir og hið sama, því að jeg hygg, að höf. vísunnar hafi eigi ætlazt til, að það væri hendingalaust; hann virðist því hafa borið Björn fram sem Bjönn, eins og J. p. bendir á, er hann rímar það við Gunn-.

Í vísunni: Svá varð skildr frá skáldi. . . er 2. og 3. vo. eigi bragmállega rjett, og eru og eru að líkindum aflöguð (meiðir gæti verið meið), og meiðir veggja skeleggs minnis, eins og þessi orð hafa verið skilin, er varla rjett kenning, ad minnsta kosti er hún eigi fornleg nje venjuleg. Gæti ekki hjer hafa verið upphaflega: (skeleggs) imnis-1)veggja meiðr, p. e. imnir, sverd (sjá Lex. poët.), sverðs-veggr, skjöldur; skjalda-meiðr, mannkenning?

1) Kynni eiga að vera imis (imir=sverd?)?

Í vísunni: Vitt frá ek at porfinnr pætti... er 6. vo. (einlyndum, þótt mik fyndi) of langt. Hid upphaflega kynni

að hafa verið:

Arædi brast, eyðir

einlyndr pótt mik fyndi

úti orma setra

einn; var'k eigi at beinni.

J. p. hefur eigi skýrt vísuna rjett. Rjettari skýring finnst í Ísl. forns. I. 274.-275.. Í vísunni er eigi átt við þorbjörn Öxnamegin, ein og J. p. ætlaði, heldur er átt vid porfinn Arnórsson, er nefndur er í Ljósvetningasögu, og segir þar, að þeir Grettir fundust, "ok réð þar hvárrgi á annan” (Ísl. forns. II. 113.).

Síðasta vísan af þessum fimm, er Grettir á að hafa ort um æfi sína, er ágætlega falleg og vel kveđin. aldrs, pat var-a sjaldan mun vera hin rjetta mynd fjórða vísuorðsins, eins og J. p. getur til. þessi vísa er hin eina af þessum fimm vísum, er finnst í öllum handr. af sögunni, og virðist það benda á, að hún sje elzt þeirra.

Eru þá engar vísur í Grettis sögu ortar af þeim mönnum, er sagan eignar þær? Varla mun vera hægt að rengja, að Þormóður Kolbrúnarskáld hafi kveðið vísuna, sem honum er eignuð. Ein af vísum þeim, sem eignaðar eru Önundi tréfót (pótta' ek hæfr at hrotta 8. k., 12. bls.), virðist allforn, og má vel vera, að Önundr tréfótr hafi kveðið hana. En af vísum þeim, sem Gretti eru eignaðar, ætla jeg elztar vera þessar í 63. k.:

Riak-at ek rækimeiðum . .

Hnekki 'ek frá par 'es flokkar...

og eru þær til færdar í Landn. II. 19. k. og eignaðar Gretti þar. þá er vísan

Heldu Hlakkar tjalda 74. k., 166. bls. .

Fyrri helmingur hennar er til færður í Snorra-Eddu I. 424., og eignaður Gretti. Þá er önnur klámvísan, hin fyrri, á 170. bls. mjög forn. Enn fremur virðast allfornar þessar vísur:

Svinn mant segja kunna 63. k., 148. bls.;
Eigi veit, nema útan 28. k., 67. bls.,

Dulizk hefir margr í morgin 74. k., 166. bls.,

og má vel vera, að Grettir hafi ort vísur þessar allar. Forn sýnist og vera hin afbragðsfallega vísa

Tólf höfum gröf hjá gjalfri 19. k., 47. bls.,

er sagt er að Grettir hafi ort, er hann hafði drepið berserkina og virðist J. pork. eigi rengja, að Grettir hafi ort hana (Ark. VIII. 45.), enda getur berserkja-drápið verið sannur atburður, og ekki þarf svo á að líta, ad Grettir hafi haft tólf berserkja afl, eins og Gudbr. Vigfússon segir (Safn t. s. Ísl. I 472.), en hitt virðist audsætt, að sagan lætur Gretti vera yngri að aldri en hann hefur verið í raun og veru.

Eigi virðist ástæða til að rengja, að Grettir hafi ort vísurnar með kviðuhætti í 24. kap. og vísurnar með kviðuhætti í 52. kap., og verðum vjer því að ætla, að hann hafi ort þessar vísur.

Þá er enn vísan

Eigi máttu átta 90. k., 196 bls., er eignuð er þórsteini drómundi, og hann á að hafa kveðið úti í Miklagarði. Þó að Spesar-þátturinn sje að eins ævintýri og seint saminn, þá er eigi hægt að rengja það, að þórsteinn hafi hefnt Grettis úti í Miklagarði, og hefur verið samin um það þessi skáldsaga og knýtt við Grettis sögu, en um vísuna er það að segja, að hún er miklu eldri en þátturinn, og svo er hún fornleg, að vel mætti þórsteinn fyrir þá sök hafa kveðið hana. Hins vegar er efni vísunnar um það, að átta menn gátu eigi náð saxinu af Gretti dauðum, áður en þeir hjuggu af honum höndina. Atburður þessi getur varla verið sannur. Jeg ætla því, að þorsteinn hafi eigi kveðið vísuna, en hún hlýtur að vera kveðin fyrir 1200, eins og K. G. segir (Nj. II. 889.).

Grett. 3 k., 5. bls.: Glatt cr-at mér, sízt mættum

[margt hremmir til sncmma]

(oss stóð geigr af gýgi)

galdri ell primu (skjaldar).

Setningarnar eru á þenna hátt greindar sundur í útgáfunni 1853, og er því ætlazt til, að svo sje tekið saman: Mér er-at glatt, sízt mættum galdri ellprimu; margt hremmir til snemma; oss stóð geigr af skjaldar-gýgi, og virðist mjer þetta rjett, eptir því sem vísan liggur fyrir.

Jón Þorkelsson (Skýringar 1871) getur til, að galdri eigi að vera galdrs, og segir, að galdr sje "hljómr, vopnagnýr, bardagi", og galdrs gýgr sje bardaga tröllkona, öx eða höggvopn. En þetta ætla jeg eigi rjett, enda þótt galdrs fari betur í vísuorðinu, en galdri; galdr er hljómur, söngur, o. sv. frv., en eigi bardagi, nema það væri þá hálfkenning, en að hleypa að hálfkenningum, ætla jeg eigi rjett; gýgr á saman við skjaldar; skjaldar-gýgr er öx. galdr á saman við ellprimu. J. p. segir, að prima sje hjer = þruma; en jeg ætla, að prima sje hjer orusta [sbr. primu-rækir Grett. 96. bls.; primu seiðr – sverð Ísl. II. 338. seiðr er þar fiskur, en eigi "galdr, hljómr" (J. þ.); sbr. sigrborðs-seiðr (J. p.: Skýr. 1868. 34. bls.)]. galdr ellprimu er = galdr primu ells (= elds); primu-eldr sverð; sverðs-galdr = vopnagnýr, bardagi. Vísuordid galdri ellprimu skjaldar er stirt, þótt það sje eigi rangt með öllu, og færi betur, ef vísuorðið byrjaði með eins-atkvæðis-orði, enda kynni mega rita

=

[ocr errors]

=

galdri ell primu skjaldar,

[ocr errors]
[ocr errors]

=

en líklegra virðist þó, að svo megi líta á, að i í galdri stafi frá i í gýgi, og væri mættum í 1. vo. breytt í mættumk (= mætti mjer), mundi, ef til vill, hid upphaflega koma fram: mér erat glatt, síz ellprimu galdr mættumk.

Grett. 14. k., 26. bls.: fljóð eru flest hin prúðu

fullmálug.

J. þ. ætlar, að fámálug, er Hólaútgáfan hefur, kunni að vera rjettara, og líta til þess, að Ásmundr hafi ætlað, að kvenfólkið hafi vitað eitthvað um meðferð Grettis á Keingálu,

en verið fámálugt um hana eđa eigi viljað segja frá henni. Jeg ætla, að fullmálug geti verið rjett, og þessi hugsunin: venjulega þegir kvenfólkið eigi um það, er það veit, en það hefur þagað um bellibrag₫ Grettis.

Grett. 17. k., 34, bls.: Annat var, þá er at inni

át Hafliði drafla

(hann þóttist þá heima)
hvellr at Reydarfelli.

Fyrsta vísuordid-er of langt. at má sleppa, og rita pa'r. þriðja vísuorðið er hendingalaust, og mun því vera, eins og J. p. þykir líklegt, eitthvað aflagað, enda sýnist það vera lítt skiljanlegt. þykjast heima þýðir J. þ.: finna mikið til sín, og yrði það að vera hugsunin, ef þetta orðtæki er rjett. Jeg ætla að saman eigi ordin: hann þóttist þá hvellr hann þótist þá maður, fann mikið til sín. Í stað heima get jeg til að lesa eigi heitan, og tek það saman við drafla; verđa þá hendingar í vísuorðinu, og vísuhelminginn rita jeg þá á þessa leid:

Annat var, þá'r inni
át Hafliði drafla

=

(hann þóttist þá) heitan (hvellr) at Reyðarfelli.

Grett. 19. k., 47. bls.: einn nam ek öllum vinna

útrauðr bráđan dauđa.

Vísan er ágætlega falleg og vel ort. Hún er eignuð Gretti, og ætti að vera kveðin árið 1012. Vísuorðið útrauðr bráðan dauða er of langt (- |); það ætti að vera

-| -| ~, og gæti verið, að í stað bráðan ætti að lesa hraðan; sbr. hraðfeigr Nj. 40.7; og í sjálfu sjer sýnist ekkert á móti því, að segja hraðr dauði, enda þótt jeg viti ekkert dæmi upp á það, og bráðr bani, bráðr dauði sje hið venjulega orðtæki.1)

Grett. 22. k., 54. bls.: allhælinn í kappmælum.

Jón Þorkelss. tekur saman: ek þykkjumk ekki oft allhælinn í kappmælum (Skýr. 13.), en mjer virðist ljóst, að þetta er

1) Eptir að þetta var ritað, hef jeg tekið eptir, að dr. J. Þork. ætlar einnig, að hjer megi lesa: útrauđr hrađan dauđa (Ark. VIII. 45.).

« AnteriorContinuar »