Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Den her behandlede norske Fortælling bliver ved det, jeg her har oplyst om dens Oprindelse, af Vigtighed for Spörgsmaalet om, hvorfra Nordmændene först lærte Sagnene og Digtene om Volsungerne at kjende. Med det, som jeg her har begrundet med Hensyn til Fortællingen om Sige, Skade og Brede, sammenstiller jeg min Udvikling i Arkiv V, 39-41. Jeg har der efter Liebrecht godtgjort, at Fortællingen om, hvorledes Sigmund i Volsungs Hal faar et Sværd af Odin, staar nærmest i Forbindelse med et Sagn Artur. Jeg forklarer denne Forbindelse saa, at det norske Sagn om Sigmund i Vesten er blevet paavirket af et celtisk Sagn.

Den norske Digtning om Sigurd Faavnesbanes Forfædre opstod tidligst hos Nordmændene i Britannien ved en Omdigtning af angelsaksiske Sagn og Kvæder om Walsingerne under Indflydelse fra andre vesterlandske, germanske og celtiske Sagn.

December 1899.

Sophus Bugge.

Raknaslóði

=

Ragnarsslóđi.

Sögusögn um skip, sem ýmist er nefnt Raknaslóði eđa Raknars(Ragnars-)slóði, finst í íslenzkum forneskjusögum eđa skröksögum frá 14-15. öld (Hálfdanar sögu Eysteinssonar, Bárðar sögu Snæfellsáss), og er það aðalefni hennar, að skip þetta hafi verið óvenjulega stórt, og sá, sem það var kent við, hafi verið víkingahöfðingi og spillvirki, sem skipað hafi það "allra handa illmennum”, en síðan hafi hann lagt undir sig "Hellulands óbygdir", og gengið loks kvikur í haug međ alla skipshöfn sína (H. s. Eyst. 26. k. Fas.2 III. 429—31). Eftir Bárðar sögu (sem bætir því við, að hann hafi myrt föður sinn og móður og margt illa gjört) tryllist hann í

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI XVII, NY FÖLJD XII.

hauginum ásamt mönnum sínum (o: verður þar að trölli eða afturgöngu) og reynir að vinna mein Ólafi Tryggvasyni, kristniboðanum alkunna, en Gesti Bárðarsyni tekst med hamingju Ólafs konungs að brjóta hauginn og vinna draugana. Svo kynjalegar og aflagađar sem þessar frásagnir eru, munu þær þó styðjast við forn munnmæli um skip, sem kallađ hefir verið "Slóđi" og kent vid Rakna eđa Raknar (Ragnar), en hitt er vandi að segja, hvort þær eigi heldur rót sína í goðsögnum eða sögum frá víkinga-öldinni eða hvorutveggja. Frá alda öðli munu hafa verið til á Norðurlöndum sagnir um sækonunga eða víkingahöfðingja, sem heyra eigi til hinni eiginlegu víkinga-öld 1), og eru hin mörgu nöfn sækonunga í fornum kveðskap ljósastur vottur þess, því að fæst af þeim munu vera heiti þeirra manna, sem áreiðanlegar sögur finnast um, heldur er allur þorrinn svo langt framan úr forneskju, að nöfnin virðast hafa verið lögð niður sem eiginnöfn, áður en sannar sögur hefjast. Eitt af slíkum nöfnum er Róđi, finst það nafn letrað með rúnum á hinum nafntogada Röksteini í Eystra-Gautlandi, og er oft haft í kenningum, og mun af því hafa myndast málshátturinn: "láta (leggja) fyrir Róđa" ɔ: gefa upp eđa selja í óvina hendur, eđa "fleygja fyrir hunda og hrafna", eins og nú er komist að orði. Saxi getur um Róđa (Rötho, í 7. bók, 353-354 bls.), er þar hroðaleg lýsing á grimdarverkum hans 2), og orðið "raudarán" sett í samband við nafn hans, sem eigi mun rétt vera (sbr. "rauðavíkingr" þ. stang. 1. k. "rauðr víkingr" Fms.

1) Yngl. getur t. d. um Hagbard og Haka, Völs. um Hunding og Lyngva, og enn eru fleiri nefndir hjá Saxa og i Fas. (svo sem Beimuni og GnođarÁsmundr).

2) það sem frá atferli hans er sagt, líkist helzt forngrísku sögunum um spillvirkja þá, er þesevs vann (einkum því, sem sagt er um Sinnis Pityokamptes), og er óvíst, að það sé af norrænum toga spunnid, enda þótt norrænar forneskjusögur geti ýmissa fádæma, sem vafasamt er að nokkurn tíma hafi átt sér stað (Safn til s. Ísl. I. 287.). Vera má, að Róđi hafi upphaflega verið goðkynjuð vera (sbr. "Rotho" hjá Saxa, 6. bók, 316. bls.) en orðið síðan "hrókr alls vikingsskapar" og loks fyrirmynd grimmra hervíkinga.

XI. 121. og "blár berserkr" Fas.2 II. 61.). Annað fornt sækonungsheiti, sem er einnig haft í kenningum, er Rakni, og er svo nefndur ( Fas.2 II. 9.) sonur Eynefs og faðir Gjúka, sem báðir eru líka taldir meðal sækonunga, en annars eru engar sögur um Rakna, nema ef "Slóðinn" hefir verið kendur við hann. En það sýnist reyndar ólíklegt, þá er þess er gætt, að eigandi "Slóðans" er að eins á einum stað (Bárð. 18. k.) nefndur Rakni, en annars alstaðar Raknarr (eđa Ragnarr, sem mun vera sama nafn, með því að "k" er stundum komið í staðinn fyrir "g" í gömlum handritum, sbr. röknir f. rögnir Fms. I. 123 og rakna (f. ragna), raknar Forsp. 19., 26., sbr. Cod. Obl. Vsp. 44. 7). Hitt er eðlilegt, at "Raknarsslóđi" hafi breytst í "Raknaslóði”, því að altítt er, er fella úr stafi til að liðka framburðinn (sbr. íslenzku bæjanöfnin Grímarsstaðir Eg.2 28. k., 91. bls., sem nú er breytt í "Grímastadir", Ormarsstaðir (Dropl. 2. k.) sem nú er borið fram "Ormastadir" og Ormarslón, sem orðið er að "Ormalón"). þá er efni munnmælanna um Raknarsslóða er vandlega grafið, virðist það eigi heldur vísa til hins forna sækonungs (Rakna). Að vísu er hugmyndin um stærð skipsins forneskjukend og goðsagnaleg, og óheyrileg hryðjuverk finnast ekki sízt í forneskjusögum (sbr. Völs.), en það var líka altítt að heimfæra ýmslegt úr forneskju til víkinga-aldarinnar, og sum atriði í munnmælunum um eiganda "Slóđans" benda greinilega á víkingaöldina 1), svo sem ferðirnar um Dumbshaf, til Bjarmalands og Hellulands, og baráttan milli heiðni og kristni, og er þetta einmitt hid einkennilegasta við sögu þessa. S. Bugge hefir (Bidr. til den ældste Skaldedigtnings Historie, 92. bls.) tekið fram, að Bjarmaland hafi komist í stað annara fjar

1) Í nafninu "Raknarsslóði" gæti verið fólgin merkingin: "mikill skipafloti (eđa löng halarófa af skipum), sem fylgir Raknari eđa Raknarr dregur á eftir sér langar leidir" sbr. "meira slóđa man draga" Njála 36. k., Bandamannasaga 21. bls. (útg. 1850).

lægra landa inn í sögur frá fyrra hluta víkinga-aldarinnar, þar sem hann sýnir fram á það, að "Ljúfvina" í sögu þeirra Geirmundar og Hámundar heljarskinns hafi hlotið að vera hernumin frá Vesturlöndum, en eigi Bjarmalandi. Hins vegar hefir Joh. Steenstrup (Norm. I. 12-13) réttilega tekið það fram, að í Ynglingasögu, sem er elzta og skilríkasta sagan um fornaldarmenn á undan víkinga-öldinni, er nálega ekkert talað um herferðir til fjarlægra landa, heldur nær sú saga að eins til Norðurlanda og Austurvegs, og lítið eitt til Saxlands, en ekkert til Vesturlanda, fyr en Ívarr víðfaðmi kemur til sögunnar 1). það sýnast því miklar líkur til þess, að eiganda "Raknarsslóđa” sé helzt að leita meðal víkingahöfðingja á 9. öld, og þá heldur fyr en síðar á öldinni.

Nú höfum vér áreiðanlegar sögur af Ragnari nokkrum, sem verið hefir einn af jörlum Háreks Danakonungs ens eldra († 854); fór hann herferð til Frakklands árið 845 med 120 skipum, sigldi upp eftir Signu og herjaði á París, rændi þar meðal annars kirkju Germanusar ens helga, og kúgaði fé mikið af Frakkakonungi (Karli sköllótta). En svo er sagt, að margir af víkingunum hafi orðið fyrir slysum við kirkjuránið, og fengið síðan hættulegan sjúkdóm (blóðkreppu) og hafi Ragnarr dáið af þessu, eftir að hann var heim kominn, en ein helgisagan lætur hann verða blindan.

1) Saga Ívars viðfaðma hefir ordið fyrir ýmsum áhrifum, bæði af fornum goðsögnum og víkingasögum (sbr. ritgjörð mína í Ark. X. 146—147. bls.) og því má segja, að hún sé "mjög als í millum" og að sumu leyti nokkuð tortryggileg, enda finst hún að eins hjá Íslendingum, og því segir Steenstrup um hana: "Sagnet om Ivar ... staar i en ulykkelig Forladthed" (Norm. I. 12—13.), en eigi er það nein furđa, þótt Íslendingar hafi haft glöggvari frásagnir af Ívari en Danir, með því að ýmsir íslenzkir höfðingjar töldu kyn sitt til hans, en fyrir Dönum lá beinast við að skođa hann sem útlendan yfirgangsmann og valdaræningja, enda virðist hann skipa sama rúm í sögusögn þeirra og Hinrik I. konungur á Þýzkalandi (Storm: Krit. Bidr. I. 113), sem varð Dönum yfirsterkari og þröngvađi kosti þeirra ("Henricus Saxoniæ rex” hjá Saxa í 1. bók, 33.—–34. bls. samsvarar "Sivarus Saxonicæ gentis nobilissimus” í 7. bók 359–60, sbr. Not. ub. 209. og V. Rydberg: Germ. Myth. I. 111–114).

Óljós endurminning um ferð þessa hefir haldist við hjá Dönum, og kemur fram hjá Saxa (9. bók, 453. bls.), í þeirri mynd að "Ragnarr loðbrók" Danakonungur er látinn herja á Bjarmaland, og missa marga menn sína úr sjúkdómi, sem Bjarmar hafa valdið með töfrum sínum. þessi breyting á hinni upphaflegu sögu mun stafa af því, að Danir hafa hugsað sér St. Germanus sem landvætt á Frakklandi, sem vildi reka þá burtu og léti hefnd koma niður á þeim fyrir hernað þeirra. En eftir að þeir höfðu sjálfir tekið við kristni, hefir hann orðið í munnmælum þeirra heidinn galdramaður eđa gjörningavættur, en slíkar meinvættir áttu þá hvergi betur heima, en á Bjarmalandi og öðrum útkjálkum heimsbygðarinnar (sbr. Steenstrup: Norm. I. 97-104; Storm: Krit. Bidr. I. 91-92; Bugge: B. S. H. 92. bls., þar sem bent er á, að það kunni nokkru að hafa um valdið, að líkt hljóð sé í orðunum Germanus og Bjarmar, fe. Georman og Beormas). Á öðrum stað (9. bók. 449. bls.) getur Saxi þess, að Ragnarr hafi herjað á ríki Karls konungs (mikla), og Sigurðr (sonur hans) legid med skipum sínum við Signumynni, og má vera, að þar hafi vakað fyrir honum óglögg minning Sigfređar Danakonungs, er sat um París 885-86 (og þýzk munnmæli hafa gjört að "Mórakonungi"). Ef gætt er að því, hvort nokkur vottur þessara sagna finnist hjá íslenzkum sagnamönnum, þá er ekki að sjá, að þeir hafi vitað neitt um herferð "Ragnars loðbrókar" til Frakklands 1), né ófarir hans fyrir göldrum Bjarma, en hins vegar geta þeir um víkingahöfðingja með líku eđa sama nafni (Raknarr), sem talinn er náfrændi (systursonur eða dóttursonur) Háreks Bjarmakonungs 2); er hann látinn ráða fyrir miklum liðsfjölda á afar

1) Sögur Íslendinga um vikingaferðir "Ragnars lodbrókar" til fjarlægra landa lúta eingöngu að Englandi, en Krákumál geta líka um herferðir til annara Vesturlanda og til Flæmingjalands.

2) "Raknarr" á því tilkall til Bjarmalands, og herja frændur hans þangað, en bíða ósigur í orustu "fyrir austan Gandvik” (Hálfd. s. Eyst. 26 k., Fas.2 III. 429—31).

« AnteriorContinuar »