Imágenes de páginas
PDF
EPUB

(sbr. þyrni (réttara: þyrui) Fms. I. 2 porný Hkr. 46. bls. (Hálfd. sv. 5. k.) "systir þyri Danmarkar bótar").

Annars er það sameiginlegt med "Raknari" og "Ragnari loðbrók", að báðir eiga son, sem Agnarr heitir 1). En af Agnari syni "Ragnars lodbrókar" hafa gengið alt aðrar sögur en af nafna hans, sem talinn er sonur eiganda Raknarsslóða í Hálfd. s. Eyst. 26. k., og þessi saga sögð um hann þar: "Hann kom til Hálogalands, ok var hinn mesti spellvirki; hann dró saman fé mikit, ok at síðustu gerði hann sér haug mikinn, ok gekk þar í kvikr, sem faðir hans hafði gert, međ alla skipshöfn sína, ok tryldist á fénu". Í Gullþóris sögu 3. k. er nálega hin sama saga sögð um "Agnar berserk, son Reginmóðs 2) hins illa", enda virðist það, sem H. s. Eyst. segir um niðja Agnars konungs, er "réð fyrir Gestrekalandi ok öllum ríkjum fyrir austan Kjöl", styðjast að nokkru leyti við sömu sögusögn og þessi kafli Gullþ., en þó ber svo margt á milli 3), að eigi mun frásögn H. s. Eyst. vera tekin eftir Gullp., heldur hvortveggja frásögnin bygð á alþýðlegum munnmælum, er tengd hafa verið vid haug Agnars á Hálogalandi. Mun það upphaflegt, að Agnarr sá hafi verið ættaður austan úr Svíþjóð (eftir Gullp. er hann sonur "Vieru")) hinnar þungu, Guðbrandsdóttur af Járnberalandi”, en eftir Hálfd. s. Eyst. sonarsonur "Agnars konungs af Gestrekalandi"), og þar sem sögur greinast um nafn föður hans, þá er þess að gæta, að "Reginmóðr" og "Ragnarr" eru skyld nöfn, og

1) Það er eftirtektarvert, að eina danska konungatalið, sem nefnir "Ragnar Álfsbana", kallar einn af sonum hans Agnar (Hagnar SRD. I. 28, Hagnær Gmld. Krön. 26).

2) þetta nafn mun varla hafa tíðkast í Noregi (né á Íslandi), en í Danmörku finst Regnmoth (O. Nielsen: Oldd. Personnavne) og i Svíþjóð kemur fyrir "Reghimodis" sem konunafn á miðöldunum (Dipl. Suec. IV.).

3) Eftir Gullp. sýnist Agnarr eigi hafa getað átt neitt skylt við Val og sonu hans, en Hálfd. s. Eyst. lætur þá vera frændur og félaga, og berjast við þá bræður Sigmund og Odd skrauta, er Gullþ. kallar hálfbróður Agnars. 4) Mundi eigi nafn þetta geta verið af sama toga spunnið og rússneska konunafnid: "Vera"?

það lá nærri, að gjöra "Agnar son Reginmóds hins illa” að syni Ragnars þess, er var frægur ad illu einu, og sagt var, að gengið hefdi í haug med skipshöfn sína, eins og Agnarr, og svo gat líka endurminningin um Agnar Ragnars son "loðbrókar" og Agnar Ragnars son rykkils (Fms. V. 268.) stutt að því, að hér yrði málum blandað og nöfnunum ruglað saman. Má og vel vera, að Ragnarr jarl Háreks konungs hafi verið niðji Agnars Ragnarssonar, sem sagt var að barist hefði til ríkis í Svíþjóð (Ragnars s. lođbr. 9. k., Saxi, 9. b. 464.) og gat því orðið að "Agnari konungi á Gestrekalandi" í skröksögum seinni alda.

það er nú viðurkent af mörgum fræðimönnum, að bak vid "Ragnar lodbrók" standi fleiri en einn fornmaður, er runnið hafi saman í eitt í móđu myrkra og fjarlægra alda (sbr. Bugge: B. S. H. 79-85. bls. 1)), en að öðru leyti eru sundurleitar skoðanir um ræturnar að sögu hans, sem virðast liggja úr ýmsum áttum (sbr. Storm: Krit. Bidr. I. 82-86, 90-92, og Tím. Bmf. XI. 20, 79). Hér á undan hefir verið vikið nokkuð á það, hvernig Danir hafa heimfært til hans herför Ragnars jarls til Signu (Parísar), en Íslendingar gjört úr þeim Ragnari haugbúa norður í Hellulandsóbygðum, og greint hann vandlega frá föður Ragnarssona ("Ragnari lod brók"). þessi Ragnarr (jarl) virðist því með engu móti geta verið sá höfðingi, ("Þengill"), sem Bragi gamli orti um Ragnarsdrápu, er Íslendingar hafa varðveitt brot úr, heldur má ætla, ad Ragnarr Sigurðarson, sem nefndur er í drápunni, sé hinn sami og "Regner Alfbane” í Cod. run. (Ser. I. run. 2)), sem hefir getað fengið viðurnefni

1) Bugge virðist telja það fjarstæðu, að Bragi gamli hafi ort bæði um Ragnar og sonarsonarson hans (Björn at Haugi, B. S. H. 90), en eigi þarf það að þykja svo kynlegt, þá er þess er minst, að Franz Jóseph I Austurríkiskeisari kom til ríkis á (ofanverðum) dögum Nikolásar I. Rússakeisara, og ræður enn ríkjum á (öndverðum) dögum sonarsonarsonar hans (N. II).

2) í Gmld. Krön. 26-27 er hann nefndur Rægæn (Ræghin, Rægnær) Alf sön, og mun sú breyting gjörð til að tengja hann við næsta konung á undan, eins og titt er í dönskum konungatölum (Storm: Krit. Bidr. I. 56).

[ocr errors]

sitt af því að hefna föður síns á Álfi konungi á Vendli (eftir Skjöldungasögu fekk Sigurdr hringr banasár í orustu við Álfssonu, sbr. frásögn Saxa í 9. bók (441–42), þar sem Ragnarr hefnir afa síns (Sigurðar hrings) á "Frey Svíakonungi" : "Freys áttungi" Álfi?). Konungatalið í Cod. run. lætur "Ragnar Álfsbana" vera föður þeirra fimm konunga, er áttu að hafa skift Danmörku með sér fyrir daga Haralds hilditannar1), og Saxi segir að "Sivarus" (ɔ: Ívarr Svíakonungur víðfaðmi?) hafi reynt að brjóta undir sig, en eigi tekist. "Ragnarr Álfsbani" stendur í röðinni (SRD. I. 28.) löngu á undan "Ragnari loðbrók" en nálægt Haraldi hilditönn og Hringi frænda hans (sbr. Ark. X. 135-136 bls.). Hins vegar gjörir Saxi og flest konungatöl Dana Ragnar "lodbrók" að sama manni og Ragnfröd Danakonung (Reginfridus, Raganfredus † 814) og blandar föður hans (Sigurði hring) saman við þá fyrirrennara Ragnfröðar: Sigfröð (Sigifridus) og Ála (Anulo), er börðust og fellu 812. þó að þetta sé bygt á misskilningi og rangfærslu á útlendum sagnaritum, þá hafa margir sagnfræðingar nú á tímum dregið þá ályktun af því, að upptaka sögunnar um "Ragnar konung son Sigurðar hrings" væri að leita hjá þessum Danakonungum á 9. öld. En það er ekki að sjá, að elztu sagnaritarar Dana á miðöldunum hafi haft neina vitneskju um þessa konunga nema frá kirkjusögu Adams frá Brimum, og það virðist mjög ósennilegt, að Áli konungur (þ. Anulo), sem þeir gjörðu

1) Saxi telur þá ekki bræður, en ýmislegt bendir til, að þeir eigi skylt við Hunding og sonu hans í Helgakviðunum; einn þeirra er nefndur Hundingr og annar "Haghwor" (Gmld. Krön. 26, sbr. Hávarðr eða Hagbarðr Hundingsson Hkv. Hb. I. 14, Völs. 9. k. Fas.1 I. 137.), en nálægt Hundingssonum standa Granmarssynir (Hödbroddr og brætur hans), er falla fyrir sama manni (Helga Hundingsbana). Nú kallar Saxi Hödbrodd son Ragnars Svíakonungs Hundingssonar, og virðist danska sögusögnin þannig hafa ruglað Ragnarssonum saman við (Granmarssonu og) Hundingssonu. Bugge hefir (Helgedigtene 318--21) bent á skyldleika efnisins í Helgakviðunum og sögu Ragnars og Svanhvítar hjá Saxa (sbr. í 2. bók Saxa: Ragnarr ~ Svanhvít og í 9. bók: Ragnarr≈ Svanlaug Áslaug systir Svanhildar í Völs.).

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI XVII, NY FÖLJD XII.

5

ad "Hringi" af misskilningi, hafi líka ordid ad "Hringi" eigi að eins á Íslandi, þar sem sagnamenn virðast hafa þekt "Sigurd hring" á 12. öld (með því að hans er getið í Skjöldungasögu, sem er óháð konungatölum Dana) heldur jafnvel á Vesturlöndum, þar sem Bugge hyggur að Ragnarsdrápa sé ort á seinna hluta 10. aldar af manni, sem talið hafi "Sigurð hring" föður Ragnars. það mun verða ervitt að koma því saman, að sögur um "Ragnar son Sigurdar hrings" hafi gengið fyrir vestan haf á 10. öld, og þó sé sambandið milli þeirra og nafnið "Sigurðr hringr" sprottið frá rituðum dönskum konungatölum fra 12. öld (!). Á þetta hefi eg bent í Ark. XII. 387 og þó heldur F. Detter ("Zur Ragnarsdrápa" Ark. XIII. 363–365) enn fast við skýringu Jessens á uppruna nafnsins "Sigurdr hringr" jafnframt því, sem hann er samdóma Bugge um Ragnarsdrápu 1).

Stafafelli 5. d. okt. 1899.

Jón Jónsson.

Några svenska ortnamn.

1. Hestra, Hester.

Vi hafva här att märka följande ortnamn:

1) Hesterhult, gård i Drängsereds socken, Årstads härad af Halmstads län, icke synnerligen långt från Hestra socken i Västbo härad. 2) Hestra, gård i Mårdaklefs socken, Kinds härad af Älfsborgs län. 3) Hestra, gård i Holtsljunga socken, samma härad. 4) Järnhestra, gård i Mossebo socken, samma härad. 5) Hestra, gård i Sexdräga socken, samma härad.

1) Misprentað í Ark. XV. 255-261 (Liserus-Beow.)

256. bls. 2. lína að ofan: "er" fyrir "r".

[ocr errors]

259.

261.

[ocr errors]

:

[ocr errors]

2. að nedan (neðanmáls): Volka fyrir Valka.
nedsta 1. nedanmáls: Sintra fyrir Sindra.

Ath. vid "Liserus" Lýsir "Lytir" (257. bls., 2. a. n.):

sbr. "Lydishof" í Víkinni í Noregi (Norske Gaardnavne II. 397).

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI XVII, NY FÖLJD XIII.

6) Stenhestra, gård i samma socken. 7) Hestra, gård i Tranemo socken, samma härad. 8) Kalfhester, gård i Tvärreds socken, samma härad. 9) Ängshester, gård i samma socken. 10) Hestra, gård i Sätila socken, Marks härad af Älfsborgs län. 11) Karlshester, gård i Kinnaromma socken, samma härad. 12) Dalshester, gård i Äspereds socken, Ås härad af Älfsborgs län. 13) Gunghester, gård i Toarps socken, samma härad. 14) Hestra, gård i Torpa socken, Vedens härad af Älfsborgs län. 15) Hestra, gård i Tämta socken, samma härad. 16) Hester, gård i Vists socken, Redvägs härad af Älfsborgs län. 17) Wrighuhæstær, skog i Västergötland, enl. VGL. IV. 11: 1; läget kan ej närmare bestämmas, men namnet föregår i listan hattas, nu Hatteråsen i Redvägs härad af Älfsborgs län; se nedan. 18) Hestra, gård i Bollebygds socken, Bollebygds härad af Älfsborgs län. 19) Iestra, socken i Västbo härad af Jönköpings län. Den nämnes åren 1310, 1409 under formen Hestra, skrifves 1419 Hestræ, 1402 Histræ; äfven formen Heyster förekommer enl. Sv. Dipl. NS. II. 20) Eldshestra, gård i Gryteryds socken, samma härad. 21) Hesterås, gård i Långaryds socken, samma härad. 22) Stenhestra, gård i Åkers socken, Östbo härad af Jönköpings län. 23) Hestra, gård i Byarums socken, samma härad. 24) Hester, gård i Åsenhöga socken, (i äldre tider till) samma härad. 25) Hestra, socken i Mo härad af Jönköpings län; så skrifvet år 1540 1). 26) Angerdshestra, socken i samma härad, år 1412 skrifvet Angerdhaheyster 2), år 1446 Angridahester 3). 27) Hestra, gård i Lekeryds socken, Tveta härad af Jönköpings län. 28) fsv. Fwghelestra, torp i Bankeryds socken, samma härad "). 29) Hester, gård i Ödestugu socken, Västra härad af Jönköpings län. 30) Glinghester, gård i Melby socken, Östra härad af Jönköpings län.

1) Styffe Skandinavien under unionstiden s. 106. 2) Sv. Dipl. NS. II. 3) Se tillägget s. 75. 4) Så skrifvet år 1500 enl. C. Silfverstolpe Vadstena klosters jordebok 1500 s. 84; år 1480 felaktigt Foklalesther.

« AnteriorContinuar »