Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Af þessu, er nú hefur sagt verið, er auðsætt, að vísan
Glatt er-at mér, sízt mættum,

er í er þetta vísuorđ: margt hremmir til snemma, er alls eigi kveðin af Önundi tréfót, heldur ort löngu eptir hans daga, líklega eigi fyr en á 13. öld.

Sjáðu

í vísuorðinu: Sjáðu, hvárt sár pin blæða 4 k., 7 bls. . Jón Þorkelsson segir um sjáðu: "eldri orðmynd er sé þú” (Skýr. 1. bls.). Hin forna mynd sagnorðsins er séa (sea) og koma hinar eldri myndir víða fyrir í skáldskap og fornum handritum, og má telja víst, að hinar eldri orðmyndir sagnarinnar hafi verið algengar á dögum Önundar tréfóts, er vísan er eignuð, en hinar yngri myndir þá eigi verið til; sbr. Nj. II. 259-261; 920. J. Þorkelsson: Beyging sterkra sagnorđa, 398. bls. . En hugsa mætti, að sjáðu stafađi frá riturum handrita, og hafi þeir tekið þá myndina, er tíð var á dögum þeirra, og hafi hin forna mynd upphaflega staðið í vísunni, þá eru önnur einkenni, er sýna, að vísan er eigi allforn, svo sem

nökkut

í víusorðinu: sáttu nökkut mik hrökkva, en hinar eldri myndir eru nekkvat og nakkvat, og koma þær myndir fyrir í fornum kveðskap og hinum elztu handritum, en þær myndir verða eigi settar inn í þetta vísuorð, þar sem hjer eiga að vera aðalhendingar. nökkur(r) kemur fyrir t. d. í Líknarbr. 9. vera sök til pess nökkur,

og er sú ætlun Konr. Gíslasonar, að Líknarbraut sje hjer um bil jafngömul Háttatali Snorra Sturlusonar, er K. G. hefur sýnt, ad ort sje eptir árið 1221 og fyrir árið 1223 (Aarb. 1869, 145-8.; sbr. Aarb. 1889, 356-7.) 1), og er því þessi orðmynd þegar til í byrjun 13. aldar, en svo forn

1) Háttatal er ort veturinu 1222-1223 (Finnur Jónsson: Stutt. bragfr., 38 bls.).

er hún eigi, að hún geti verið í vísum, sem eiga að vera kveđnar á 9. öld. eins og vísa þessi í Grettis sögu, er um er að ræða. Enn kemur og fyrir í þessari vísu

slöngvir

í vísuorðinu: auðslöngvir fékk enga, en hin eldri mynd er slengvir (slø-). Reyndar mætti segja, að eigi sje víst, að hjer eigi að rita auðslöngvir, því að skáldin leyfi sjer að hafa aðalhendingar í stað skothendinga, en eigi er líklegt, að svo sje í þessu vísuorði, að hjer eigi að hafa hina eldri orðmynd. það samrýmist eigi við orðmyndina nökkut, enda segir Konr. Gíslason (Nj. II. 188.), að á síðara hluta 12. aldar hafi e, sem hljóðvarp af a undan vj, vi, farið að breytast í ö, en þessi nýi framburður (ö) komi eigi fyrir í aðalhendingum fyr en öld síðar eða meira. Ef sjáðu hefur verið í vísunni upphaflega, en stafar eigi frá riturum, þá er vísan eigi allforn, því að sú orðmynd mun varla vera eldri en frá 12. öld; en þó að vjer ritum séðu, þá sýnir þó orðið nökkut (og auðslöngvir), að vísan er alls eigi kveðin af Önundi tréfót skömmu eptir 872, heldur löngu síðar, líklega eigi fyr en á 13. öld.

flyit

í vísuorðinu: flýit, en hitt er nýjast 9. k., 14. bls., og segir K. G. (Nj. II. 969.) að þetta virðist vera hið elzta vísuorð, þar sem sögnin flýja komi fyrir, en í skáldskap frá 12., 11., o. sv. frv. öld komi eigi flýja fyrir, heldur flæja, og telur síðan dæmi upp á það, og segir síðan, að hvar sem ritað sje flýja í kveðskap frá 12. öld eða eldri, þá beri að breyta því og rita flæja. Jeg læt nægja, að vísa til þess, er K. G. hefur ritað um þetta (1. c.), en af þessu er ljóst, að vísa þessi í Grettis sögu, er hjer ræðir um, er eigi ort af Önundi tréfót árið 900.

vómr

í vísuorðinu: vómr frátekinn sóma 11. k., 17. bls. . Hin eldri orðmynd er vámr. Í þessu orði hefur á síðar breytzt

í ó, og er nægilegt, að vísa til þess, er K. G. hefur ritað um það efni (Nj. II. 605–616. og Arkiv f. n. Fil. 1891, 52. -82. bls.), og vil jeg að eins taka upp úr hinu síðar-nefnda riti þessi orð hans (81. bls.): "Neppe för end i det 14:de århundrede, da den finere sprogfølelse, der fordrede fjernelse af v, var forsvunden, begynder vó at brede sig med stor frodighed". þessi vísa í Grettis sögu getur því eigi verið ort fyrir 950, heldur má telja víst að hún sje eigi kveðin fyr en á 14. öld.

pessi

í vísuorðinu: oss lizt imun pessi 12. k., 19. bls. . Vísan ætti að vera ort fyrir 950, en Jón Þorkelsson virðist ætla, að orðið þessi í karlk. og kvenk. sje eigi svo fornt. Hann segir (Breyt. á mynd. viðth., 25. bls.): "Í stað orðmyndarinnar þessi í karlkyni og kvenkyni hafa hin elstu íslensku handrit orðmyndina sjá sjá maðr, sjá kona. Orðmyndin pessi virðist þó að hafa verið til í karlkyni um 1152, þvíað Íslendingrinn Einar Skúlason hefir hana við í kvæðinu Geisla, sem þá er ort". Síðan til færir hann eina vísu úr kvæðinu, er í er þetta vísuord: baugness vesa pessi. Orðmyndin pessi kemur fyrir í handritum um 1220. Af þessu virðist mega ráđa, að vísa sú í Grett., er um ræðir, muni eigi vera svo forn, sem sagan segir og líklega eigi eldri en frá 12. öld. st í stað rst, í fyst í stað fyrst

í vísuorðinu: fyrst hefir flegna trausta 14. k., 26. bls.. Hjer verður að lesa (eigi Fyrst, sem útg. hefur, heldur) Fyst, svo að rjettar hendingar verði. Konr. Gíslason hefur ritað um þetta efni í Nj. II. 860.-869., og sýnt, að það er altítt í vísum frá 13. og 14. öld, að r fellur burt undan st, og hefur sá framburður þá verið kominn á, en verið þá að nokkru leyti yfirgripsmeiri en nú á dögum, eins og t. d. dystr = dýrstr; gjöst = gjörst; skast = = skarst. þessi framburður helzt enn í orðum, er koma fyrir frá þeim tíma: bystr = byrstr; fystr = fyrstr; vestr = verstr. Á 13. öld verða slík dæmi fágæt

ari. Til síðara hluta 13. aldar ætlar K. G. að heyri: æstr enn pik tekr pysta (Nj. 1875, kap. 30 39) og fyst inn víglysti (Sörlastikki: Flat. I. 2788 a, Fas. I. 39713) og, ef til vill, það vísuorð í Grettis sögu, er um ræðir, og enn tekur K. G. fleiri dæmi frá 13. öld (tvö úr kveðskap Sturlu Þórðarsonar, † 1284, eitt úr Brandsdrápu, er kveðin sje skömmu eptir 19. apr. 1246, eitt úr Háttatali Snorra Sturlusonar), en hid elzta dæmi upp á st (= rst) kveður hann vera vísu Bjarna skálds Kálfssonar, er ort sé, þá er Snorri var 4 ára gamall en Snorri Sturluson var fæddur 1178 -), og byrjar svo:

(

Fant sé ek hvern á hesti,
hér er nú siðr hinn vésti.

það er því ljóst, að vísa þessi í Grettis sögu er yngri en svo, að Ásmundr hærulangr hafi kveðið hana árið 1007. Hún er víst eigi kveðin fyr en á síðara hluta 13. aldar, og líklega eigi fyr en á 14. öld.

var (eigi vas)

í vísuorðin: var ek hjá viðreign þeira 16. k., 30. bls.. það er ljóst, að þar sem hendingar eru hjer var- peir-, þá er þessi vísa eigi ort fyr en s í vesa var breytt í r (vera), og segir Finnur Jónsson (Stutt bragfr. 23. bls.), að á Íslandi hafi ekki verið farið að segja er fyrr en á síðara hluta 12. aldar. Í kvæðinu Harmsól, sem Bugge segir ort um miðja 12. öld eða á síðara hluta 12. aldar (Aarb. 1899, 22. bls.) koma fyrir báðar orðmyndirnar:

vestú ávallt at trausti Harms. 59. og

pví var-a hagsleppt hyrjar Harms. 14.,

og virðist það kvæði því ort á þeim tíma, er þessi breyting fór fram. Í Líknarbraut koma og báðar orðmyndir fyrir: vasa hann verdugr písla Líknarbr. 16. og Ertú fyrir hvers manns hjarta Líkn. 40.,

og virðist því hin eldri orðmynd eigi þá hafa verið úrelt með öllu, er það kvæði var ort, eða skáldið hefur að

minnsta kosti þekkt hina eldri orðmynd og brugðið henni fyrir sig. Í Háttal. Rögnv., sem ortur er um 1145, er rímað saman vera skera, var: skar. Einar pr. Skúlason hefur hina yngri orðmynd:

ertu svá at eigi skortir 1) Fms. VII. 137,

og hann rímar saman vara fara Fms. VII. 184 (og í fleiri bókum), og hefur því hin yngri orðmynd verið orðin alltíð um miðja 12. öld. Um 1130 hefur Sigurdr slembir hina yngri orðmynd í parlands sem ek var Fms. VII. 216; Mork. 214., og er það hið elzta dæmi upp á hina yngri orðmynd í fornum kveðskap. (Sbr. Finnur Jónsson í Ark. IX. 381. -382.). Af þessu er auðsætt, ad Grettir hefur eigi kveðið árið 1011 vísu þá í Grettis sögu, sem í er þetta vísuorð: var ek hjá viðreign peira.

[ocr errors]

Œ : Œ

í vísuorðunum: hræddr, þá engum blæddi 21. k., 52. bls., allhælinn í kappmælum 22. k., 54. bls.; farsætendum mæta 31. k., 74 bls.; Snækolls, primu rækis 40. k., 96. bls.; hælin satt at mæla 77 k., 171. bls. .

Vísur þær, sem þessi vísuorð eru í, eru eignaðar Gretti, en á hans dögum, og lengi eptir það, gerðu menn mun á æ (hljóðvarp af á) og æ (hljóðvarp af ó). Og med því að stafir þessu höfðu ólík hljóð í framburði manna, gátu menn eigi haft þessa stafi saman í aðalhendingum. Þessi munur á æ og æ hjelzt allt fram á miðja 13. öld, en er þessi tvö hljóð runnu saman, var farið að ríma saman samstöfur þær, sem þessir stafir voru í, sem aðalhendingar. Í Háttatali Snorra Sturlusonar verður fyrst vart við samruna þessara stafa í vísuordinu

mæra fjölsnærđa Háttat. 68. v.,

því að óvíst er um aldur vísunnar í Landn. III. 10. k.:

[merged small][ocr errors][merged small][merged small][merged small][merged small]
« AnteriorContinuar »