Imágenes de páginas
PDF
EPUB

stóru skipi, og herja á jötna norður í Dumbshafi, en að öðru leyti nafnkendur ad illu einu. það er beint að vonum, að Íslendingar hafi varðveitt enn minna af munnmælum um herför Ragnars jarls til Frakklands árið 845, heldur en Danir, því að viðburðirnir lágu fjær þeim en Dönum, og það voru menn Danakonungs (Háreks eldra), sem fóru för þessa. En með því að nokkur hluti Noregs (Víkurinnar, að minsta kosti Vestfold) hafði fyrir skömmu legið undir Danakonunga (jafnvel á öndverðum dögum Háreks og bræðra hans), og vér sjáum af árbókum Frakka, að Danir og Vestfyldir (Dani et Westfaldingi, Krit. Bidr. I. 18, 62) hafa herjað sameiginlega á Frakkland um þessar mundir eða litlu fyr (843), þá er varla efamál, ad fregnir um herför þessa hafi borist til Noregs og þaðan út til Íslands med landnámsmönnum. En um það leyti sem þær fregnir hefði átt að flytjast til Íslands (seint á 9. öld), hefir þar að líkindum eigi síður verið tíðrætt um Bjarmalandsferðir heldur en víkingaferðir suður um haf, og þurfti þá ekki mikið til þess, að víkingaferðir Háreks konungs og Ragnars jarls gegn Frakkaveldi, og síðan sjálfir þeir og ríki þeirra, flyttist í frásögninni til Bjarmalands og annara fjarlægra landa vid Dumbshaf. Hin fræga herför Ragnars hefir orðið sem líkust æfintýri í munnmælunum, lidi hans öllu verið safnað á eitt skip, líkt og liði Ásmundar á Gnoð í goðsögnunum fornu 1), og hann látinn halda því til ókunnra tröllabygđa. Saxi lætur "Ragnar lođbrók" hatast við kristna trú, og eyða henni í ríki sínu, en eigi vita íslenzkir sagnamenn neitt til þess; aftur á móti kemur eigandi "Raknarsslóða" fram hjá þeim sem óvinur kristindóms og kristniboða, en vinur Óðins (Rauðgrana, sbr. Óðinsheitin Sídgrani, Hrosshársgrani), enda reynir Rauðgrani

1) Gnod og Raknarsslódi áttu að vera jafnstór (Bárd. 20. k.: útg. 1860. 42. bls.): "Þau voru kölluð jafnstór ok Gnođin er Ásmundr stýrði”. Eftir "Eg. s. ok Ásm." 17. k. voru á Gnođ "meir en þrjár þúsundir manna", og 3000 hafa átt að vera á Slóðanum eftir "Hálfd. s. Eyst.” 26. k.

að hjálpa honum með því, að villa menn Ólafs konungs til heiðni (Bárð. 18. k., útg. 1860., 39. bls.). Nú tóku þeir Hárekr Danakonungur og Ragnarr jarl einmitt öflugan þátt í baráttunni milli kristni og heiðni, og mátti því búast við, að einhverjar menjar þess festist við minningu þeirra. það er mjög líklegt, að Hárekr konungur hafi kallað til yfirráða yfir Víkinni, eins og Danakonungar á undan honum, en Víkverjar hafi heldur viljað þjóna Hálfdani svarta (hálfbróður hans? 1)) og hafi Hárekr og menn hans því verið lítt þokkaðir í Noregi. Var þá full orsök til þess, að minning þeirra yrði eigi sem frægilegust hjá Norðmönnum og Íslendingum, og þá er við þetta bættist síðar meir óvild sú, sem munkar og aðrir lærðir menn hafa haft til allra þeirra, sem rænt höfðu helga staði og ofsótt kristna menn, þá var eigi nein furða, þótt Ragnarr sá, er rændi París, yrði að hinum mesta spillvirkja í frásögnum seinni alda, og Hárekr að göldróttum Bjarmakonungi 2). Í sögu Hálfd. Eyst. (20. 22. k.) er "Hárekr Bjarmakonungr" látinn falla í stórorustu og láta eftir sig barnungan son, sem er "á fóstri með Bjarkmari jarli, syni Raknars konungs, er gera lét Raknarsslóðann" (H. s. Eyst. 22. k., Fas.2 III. 427). þetta kemur furðanlega heim við sanna sögu Háreks Danakonungs, er fell í stórorustu 854, og átti engan nidja eftir sig, nema svein einn ungan (Hárek yngra). Ráðgjafi hans og frændi er nefndur Burchardus (í þýzkum sagnaritum), og sýnist það vera afbökun úr Borgarr,

1) þótt það geti verið vafa undirorpid, ad "Guðrödr veiðikonungr" faðir Hálfdanar svarta sé sami maður og "Guðröđr" ("Godefridus") sá, er árbækur Frakka geta um 804-810, og telja föður Háreks og bræðra hans (sbr. F. J. í An. O. 1895: 358. bls.; G. Storm í Ark. XV. 133-135 bls.), þá bendir þó svo margt (fleira en nafnið eitt) til þess, að alt sé sami maður (sama ríki nl. Vestfold, sameiginleg ættnöfn, sami dauđdagi, svipaðar sagnir um tildrög vígsins o. fl.), að þeirri tilgátu verður eigi visad å bug međ litlum rökum (sbr. Krit. Bidr. I. 34, 44—47; Tim. Bmf. XI. 46–48; Ark. X. 139 n.; H. Schück í Sv. h. Tidskr. 1895, 70-71 bls.: E. H. Lind i Sv. h. T. 1896, 249. bls.).

2) Hårekr fór herferð til Hamborgar upp eftir Elfi sama ár og Ragnarr til Parísar (Kr. Bidr. I. 62, 90).

sem er heiti goðkynjaðrar fornhetju međ Dönum 1), og kynni "Bjarkmarr" að vera ein tilbreytingin af því nafni (sbr. Berig, Berker, Berchter, Berchtung í gotneskum og þýzkum sögnum), en þótt slíkt sé óvís tilgáta, þá er samt audsætt, að sagan setur hér "Raknar” í náið samband við Hárek, en þó virðist hann standa skör lægra en Hárekr.

það eru þannig talsverðar líkur til þess, að "Hárekr Bjarmakonungr" í "H. s. Eyst." og fleirum fornaldarsögum ("Bósa s. ok Herrauds", "Örvar-Odds sögu") sé í rauninni sami maður og Hárekr Danakonungur eldri2), og "Raknarr” frændi hans, er átti "Raknarsslóðann”, sé Ragnarr jarl Háreks konungs, er fór með mikinn skipaflota til Frakklands árið 845 3). þeir voru báðir uppi fyrir byggingu Íslands, og er því eigi nema eðlilegt, þó að Íslendingar hafi að eins haft óglöggvar sögur af þeim, með því að starfsvið þeirra var eigi á ættstöðvum landnámsmanna, og engir íslenzkir menn frá þeim komnir. það hefir eigi orðið annað eftir af þeim en óljósar skuggamyndir, sem hafa getað færst land úr landi fyrir áhrifum ímyndunaraflsins.

Annars má það furðu gegna, að Hárekr Danakonungur eldri skuli að mestu eða öllu hafa gleymst Dönum, þar sem hann hefir þó líklega verið atkvæðamikill og voldugur

1) Sbr. "Burghard" Danakonungur hjá Geffrei Gaimar (Mon. hist. Brit.

I. 775-76) og "Birkabeyn" i "Havelok the Dane".

=

2) Sbr. Sigfrid Mórakonungur i Guðrúnarkvæðinu þýzka ("Kudrun") Sigfröðr (Sigifridus) danskur herkonungur, er sat um Paris 885–86, og "Gurmundus rex Africanorum” Gormr enski (Guðrum † 890, sjá Storm:

Krit. Bidr. I. 193—96).

[ocr errors]

3) A. Ragnarr ("Ragnerus" "Reginarius", † 845) er vikingur mikill, jarl Háreks konungs (í Danmörku); herjar á fjarlæg lönd (kristna þjóð á Frakklandi); hefir mikinn skipaflota (120 skip tals ef taldir eru 25 menn á skipi, kemur út talan 3000-); fær ill afdrif eftir heiðnum hugmyndum (verður fyrir gremi landvætta og deyr af blóðkreppu). B. "Raknarr” er víkingur mikill, frændi Háreks konungs (á Bjarmalandi); herjar á fjarlæg lönd (jötna vid Dumbshaf); hefir eitt afar-stórt skip (tírætt að rúmatali 15 menn í hálfrými = 30 í rúmi = 3000 als); fær ill afdrif eftir kristnum hugmyndum (gengur kvikur í haug og er unninn þar).

höfðingi og setið mjög lengi að völdum (rúm 40 ár), en það mun víst stafa af byltingum þeim hinum miklu, sem ordid hafa í Danaveldi á seinna hluta 9. aldar og fyrra hluta 10. aldar, og virðist svo sem frægd Knýtlinga hafi dregið dimmu á minningu hans, og hafi hann síðan runnið í munnmælum saman vid "Eirík konung á Jótlandi", móðurföður Eiríks blóðöxar (Hkr. 63. bls.; Har. hárf. 21. k.), sem kynni að hafa verið bróðir Gorms enska og Hörða-Knúts, og sami maður og "Eohric" Danakonungur á (Austr-)Englandi († 905, sjá Mon. hist. Brit. I. 373). Víst er það að minsta kosti, að forndanskir sagnamenn hafa gjört "Horicus" í hinum latnesku sagnaritum (Forn-)Frakka (þjóðverja) að "Ericus" (Erik, Eiríkr), sem ber vott um, að þeir hafi kannast betur vid Eiríks- en Háreks-nafn á Danakonungum frá 9. öld, og sumir (SRD. I. 13-14, 20-25) telja jafnvel 3 konunga með Eiríks nafni, þótt Hárekarnir væri að eins tveir. Eins hafa þeir breytt "Reginfridus" (sem árbækur Frakka segja að fallið hafi árið 814) í "Ragnar loðbrók” og slengt saman við hann öðrum höfðingjum með líkum nöfnum (sbr. Bugge: Bidrag t. d. æ. Skalded. Hist. 79-85. bls.). það má teljast fullsannað, að Danir hafi ofið hinar óglöggvu endurminningar sínar um Ragnar jarl, er fór herferd til Frakklands og dó 845, saman við sögu "Ragnars loðbrókar", en aftur á móti hafa Íslendingar auðsjáanlega gjört glöggvan greinarmun á þessum tveimur söguhetjum, enda virðast þeir ekki heldur hafa blandað saman Háreki konungi og Eiríki konungi af Jótlandi, þótt bæði menn og atburðir frá þessum fjarlægu tímum hafi eðlilega sveipast þoku í minni þeirra. Víkinga-öldin var hetju-öld Norðurlanda-búa, og víkingar þeir, sem mikilvirkir voru og auðnusamir, hafa flestir orðið mjög glæsilegir í minni manna á seinni öldum, en þó er jafnframt getið um illmenni meðal þeirra, og fylgdi slíkum mönnum oftast eitthvert gæfuleysi. Nú var enginn víkingahöfðingi í fornum sögum frægari en

"Ragnarr loðbrók" vegna ættar sinnar og ríkis, afreksverka og kynsældar, en hins vegar sýnast Íslendingar hafa haft óljósa vitneskju um einhvern annan Ragnar, sem óhróður hefir náð að festast við, hvort sem hann hefir átt það skilið eða ekki. Frá sjónarmiði hinna kristnu sagnamanna á Íslandi blöstu við tvær hliðar á víkingalífinu, önnur björt og glæsileg, ljómandi af hreysti og hugrekki, og hefir "Ragnarr loðbrók" orðið þeim megin, en hin svört og skuggaleg, flekkuð af blóði saklausra manna, kirkjuránum og kristnispellum, og þeim megin hefir eigandi "Slóđans" lent. Fyrndin og kynsældin hefir varpað frægðarljóma yfir hinn eldra Ragnar (föður Ragnarssona : Ragnar Álfsbana, er virðist hafa verið uppi áður en kristni kom á Norðurlönd), en munkahatrið náð að brennimerkja minningu hins yngra (Ragnars jarls Háreks konungs, er var uppi, þá er megn barátta stóð í átthögum hans milli kristni og heiðni, og ofsótti sjálfur kristna menn). Hann hefir orðið að meinvætt, sem ríkir í hinum yztu óbygðum norðurættar (Hellulandi, er var nokkurskonar kynjaland í norðri "Biarmia ulterior" hjá Saxa (8. bók, 422. bls.), þar sem als áttu heima, sbr. V. R.: Germ. Myth. I. 424). það var trú fornmanna, að hin heidnu god flýði undan kristninni til norðurættar (Fms. II. 187, 231), og var þá eðlilegt, að þeir léti vini þeirra fara sömu leiðina, enda kemur eigandi "Raknarsslóða" (í Bárðar sögu Snæfellsáss) til Ólafs konungs líkt Óðinn og þórr, til að glettast við hann og bjóða honum byrginn, og Óðinn er í verki með honum (Raknari), en þeir fara auðvitad halloka fyrir afli kristninnar, eins og öll tröll og heiðnar vættir. Til að greina þessa tvo nafna (hinn kynsæla þjóð konung Ragnar "lođbrók" og eiganda "Slóðans") hvorn frá öðrum, hefir jafnvel verið reynt að gjöra mun á nöfnum þeirra, og hefir latmælið "Raknaslóði" stutt að því, að eigandi "Slóðans" hefir nálgast hinn forna sækonung Rakna, og verið jafnvel nefndur Rakni, en þó oftar Raknarr

og

konar óvættir

« AnteriorContinuar »